...Náttúrulega hreint

Þær breytingar urðu í byrjun árs 2019, að Sólar ehf. keypti rekstur Táhreint ehf. Rekstur Táhreint varð öflug viðbót við sérverkefnadeild Sólar og með kaupunum er ætlunin að treysta stoðir þjónustudeildar Sólar enn frekar. Starfsmenn Táhreint og Sólar, með Ólaf Eggertson í fararbroddi, búa yfir áralangri reynslu og sérþekkingu, sem kemur til með að veita viðskiptavinum öflugri og víðtækari þjónustu en áður.

Nánari upplýsingar um Sólar og þá þjónustu sem í boði er, er að finna á heimasíðunni www.solarehf.is.

Táhreint býr yfir öflugu og vel þjálfuðu starfsfólki, tækjakostum, áhöldum og ræstingarefnum sem
skilar sér til ánægðra viðskiptavina okkar.
Öll sú þjónusta og þekking sem Táhreint veitir stendur til boða á öllu höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Selfossi, Akranesi, Suðurnesjum og í næsta nágrenni við höfuðborgina.

Táhreint hefur nú í mörg ár boðið upp á þjónustu sína og kappkostar við að veita ávallt bestu og hagkvæmustu lausnir sem völ er á. 

Eins og áður segir með því að vanda til í vali á starfsfólki, tækjabúnaði, heilnæmum ræstingarefnum og öllu sem
snýr að góðu og heilbrigðu húsnæði.

Meðal annars verkefni sem við fáumst við eru:

Steinteppi

Við sérhæfum okkur í djúphreinsun gólfa sem lögð hafa verið með steinteppi. Venjulegt þrif á steinteppum er í sjálfu sér nákvæmlega eins og ef um teppi væri að ræða þ.e. ryksugun.

Flísar og fúgur

Djúphreinsun og viðhald flísa + fúgu. Notast er við áhrifaríkustu aðferðir sem völ er á til þess að djúphreinsa og viðhalda flísum + fúgum.

Veggjakrot

Táhreint ehf bíður fyrirtækjum, stofnunum og öðrum upp á þjónustu við hreinsun á veggjakroti. Hreinsun á veggjakroti getur verið framkvæmt án þess að nota til þess veggjakrotsefni í 90-95% tilvika. 

Umhverfisvæn gróðureyðing

Táhreint býr yfir fullkominni SPUMA tækni þegar kemur að illgresiseyðingu í stéttum, beðum ofl. SPUMA umhverfisvæn gróðureyðing kemur í stað eiturs, hún virkar allt frá 8 - 12 vikur, eitur hins vegar í 4 vikur. Niðurbrjótanleg kvoða sem bindur 98 gráðu heitt vatn í 2 mínútur, er sett yfir flötinn og drepur gróðurinn niður í rót. 

Kísill

Kísilhreinsun getur oft reynst erfið viðureignar, en með áralangri reynslu og réttum vinnuaðferðum er hægt að leysa það vandamál, ýmist með sýruhreinsun
eða án hennar. 

Faglega þjónusta er mjög mikilvæg til þess að húsnæði sé sem best viðhaldið hvort sem er utandyra eða innandyra. Með því fæst aukin hagkvæmni.