Saga Táhreint

Þær breytingar urðu í byrjun árs 2019, að Sólar ehf. keypti rekstur Táhreint ehf. Rekstur Táhreint varð öflug viðbót við sérverkefnadeild Sólar og með kaupunum er ætlunin að treysta stoðir þjónustudeildar Sólar enn frekar. Starfsmenn Táhreint, með Ólaf Eggertson í fararbroddi, ásamt starfsmenn Sólar, búa yfir áralangri reynslu og sérþekkingu, sem kemur til með að veita viðskiptavinum öflugri og víðtækari þjónustu en áður.

Nánari upplýsingar um Sólar og þá þjónustu sem í boði er, er að finna á www.solarehf.is.

Táhreint ehf. var stofnað árið 2006. Stofnun fyrirtækisins á sér þann aðdraganda að nauðsynleg þörf á bestu mögulegu lausn var ekki til fyrir djúphreinsun og viðhalds steinteppa. Því var unnið að því að leysa þann vanda og tókst það vel. Í framhaldinu jókst áhugi stofnenda fyrirtækisins á ræstingarmarkaðnum hefur síðan aukist til muna. Úr varð að bjóða upp á alla mögulega ræstingarþjónustu sem völ er á ásamt sérverkefnum, fyrir bæði fyrirtækin, stofnanir, húsfélög og heimili.